Meðvirkni

Rakst á áhugaverða grein um meðvirkni sem mig langar að deila með ykkur kæru vinir.

Meðvirkni, að lifa í þögulli örvæntingu  Eftir Gitte Lassen, ráðgjafa, heilara og miðil.

Það mun hafa verið H.D.Thoreau sem eitt sinn skrifaði:  "Flestir lifa í þögulli örvæntingu."  Þessi þögla örvænting á sér nafn: meðvirkni.

Meðvirkni eyðileggur líf þitt á tvennan hátt.  Hún spillir sambandi þínu við sjálfan þig og hún eyðileggur tengsl þin við annað fólk. 

Helstu einkenni þess hvernig meðvirkni eyðileggur samband þitt við sjálfan þig eru: lágt sjálfsmat, engin mörk, þú tjáir ekki sannleikann um sjálfan þig, þú átt erfitt með að tjá tilfinningar þínar.

Meigineinkenni þess hvernig meðvirkni skemmir tengsl þín við aðra eru;  Þú vilt ráðskast með og stjórna öðrum, þú finnur til vanmáttar og áfellist sjálfan þig, þér finnst erfitt að treysta öðrum, þér finnst erfitt að treysta öðrum, þú forðast að horfast í augu við raunveruleikann, þú átt erfitt með að mynda náin tengsl.

Sá fylgifiskur meðvirkni sem veldur hvað mestum sársauka er sú tilfinning að þér finnst að eitthvað sé athugavert við þig og sama hvað þú reynir náir þú aldrei að verða á sama báti og aðrir.  Þetta er leynda skömmin sem fylgir þeim sem eru meðvirkir og fæstir þeirra eru sáttir við sjálfan sig.  Hvernig getur þú, sem meðvirkur einstaklingur, haft tök á því að lifa góðu lífi þegar þú veist fyrir víst að þú átt það alls ekki skilið í raun?

Annar þáttur meðvirkni er það þú veist ekki hver þú ert.  Lengi vel vissi ég ekki hver ég væri.  Þessi þáttur meðvirkninnar fyllir hjartað mitt hluttekningu gagnvart öllum þeim sem eru meðvirkir; hvernig getur lífið verið annað en tómarúm ef þú ert hvergi?  Núna veit ég, sem betur fer, hver ég er, fyrir fullt og fast.  Ég bý við fullvissu, öryggi og þekkingu á sjálfri mér sem einstaklingi með eigin sjálfsmynd.

Hafir þú ekki sterka tilfinningu fyrir sjálfi þínu verður þú spegilmynd þeirra skoðana og væntinga sem annað fólk hefur um þig.  Annað fólk og atburðir í lífi þínu verða þau öfl sem móta líf þitt.  Þannig verða meðvirkir einstaklingar fórnarlömb lífsins.

Meðvirkt fólk er önnum kafið við að stjórna öðrum.  Það tekur á sig ábyrgð á lífi annarra en ekki á eigin lífi.

Margir þeirra sem eru meðvirkir standa sig frábærlega vel við að þóknast öðrum.  Þeim finnst þeir bera persónulega ábyrgð á því að gera alla ánægða, eða alla aðra en sjálfa sig.

Meðvirkni er nokkuð sem við lærum í æsku.  Fjölskyldur, þar sem sitthvað bjátar á, skapa meðvirka einstaklinga.  Hafir þú alist upp í slíkri fjölskyldu er nær öruggt að þú ert meðvirkur að einhverju marki.

Ef þú vilt öðlast heilbrigt líf og losna undan meðvirkninni verður þú að hætta að afneita eigin meðvirkni.  Þú þarft að sjá nákvæmlega hvernig meðvirkni eyðileggur líf þitt og þeirra sem eru í kringum þig.  Auk þess búa í brjósti meðvirkra einstaklinga niðurbældar tilfinningar og þær þarf að hreinsa út.  Þessi tilfinningalega afeitrun og að þú vitir hverig meðvirkni spillir lífi þínu er einmitt það sem mun gera þér kleift að hafa meira og betra val um þig og líf þitt.

Líf þitt er fyrir þig að lifa því. 

Hvernig vilt þú lifa þvi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk Ester fyrir að deila þessu með okkur. Ég held að meðvirkni sé ótrúlega algengt fyrirbæri og einkennandi fyrir fjölskyldumynstrið í mjög mörgum fjölskyldum. Til dæmis má nefna fjölskyldur þar sem vandamál eins og alkóhólismi er til staðar, þar sem einstaklingur er sem beitir ofbeldi á heimilinu, jafnvel getur þetta mynstur líka komið upp í fjölskyldu þar sem einhver í fjölskyldunni býr við fötlun, þar sem andlegir sjúkdómar eru og svona mætti telja áfram. Það eru til nokkur góð rit um meðvirkni. Mig minnir að ein bók um þetta sem þýdd hefur verið á íslensku heiti Aldrei aftur meðvirkni. Ég gluggaði einhvern tímann í hana og fannst hún mjög góð. 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 13:56

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Rétt er það Anna að meðvirkni getur skannað yfir mjög breitt svið og í raun auðvelt fyrir fólk að festast í henni.  Mér fannst þessi grein segja svo margt í fáum orðum, en það er sjálfsagt fyrir alla að vera vel vakandi, oft getur lítil þúfa velt þungu fargi. 

Ester Sveinbjarnardóttir, 12.4.2007 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband