Lífrænn landbúnaður, er það eitthvað sem koma skal?

Almenningur hefur vaknað til vitundar um það hversu mikilvægt það er heilsu sinni að neyta fæðu sem er holl og laus við eiturefni.  Þá er ég ekki aðeins að tala um íslensku þjóðina heldur heiminn allann.  Vísindamenn hafa bent á tengsl á milli þess að neyta fæðu með aukaefnum í og heilsufarslega vandamála. 

Snúi almenningur sér að því að neyta slíkrar fæðu batrar lýðheilsa landsmanna umtalsvert og leiðir til beins hagnar í formi betri vinnunýtingu, minni heilsugæslu og svo frv.  Sparnaður fyrir samfélagið í heild af breyttri neysluhegðan hefur ekki verið reiknaður út, en er vissulega forvitnileg stærð.

Hér er sóknartækifæri fyrir hinn íslenska bónda sem gæti með því að nýta sér ylrækt og ódýrt rafmagn aukið möguleika á ræktun grænmetis til mikilla muna.  En ódýra orkan stendur því miður ekki til boða nema til álframleiðslu í þessu landi, þá er ég ekki að tala um nytjafiskinn ál heldur meingunarfrekan þungaiðnað sem aðeins hefur hlotið náð fyrir augum stjórnvalda.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála þér Ester , Heyr, Heyr.

Georg Eiður Arnarson, 25.3.2007 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband