Kornsafi

Í kornsafanum (rejuvelac á ensku) sem er próteinríkur er óvenju mikið magn af aspergillus og lactabacillus mjólkursýrugerlum sem eru nauðsynlegir fyrir meltinguna.  Einnig er safinn ríkur af b,c,e vítamínum og enzýmum.  Þessi drykkur hjálpar okkur að brjóta niður erfið móekúl s.s. fitu og sterkju.

Það sem þarf til er :

Glerkrukka

Grisja (eða gömul bleyja)

Teygja

Korn - heilt hveitikorn og heilt rúgkorn (bestur árangur næst með lífrænt ræktuðu korni)

Vatn

1.       2/3 bolli hveitikorn og 1/3 bolli rúgkorn eru þvegin og lögð í bleyti í ca. 12 klst.

2.       Síðan er kornið látið spíra í 2 sólarhringa:

SPÍRUN:  Kornið er skolað og sett í krukku sem er lokað með grisku og teygju.  Krukkunni er hallað svo að allt vatnið leki úr henni.  Þetta er endurtekið 2 x á dag í 2 sólarhringa eða þar til litlu spírurnar sem koma út úr frækorninu eru jafn langar og kornið sjálft.

3.       Núna eru kornspírurnar settar í krukku með rúmlega helmingi meira vatni.  Krukkunni er lokað með grisju og teygju.  Krukkan er látin standa á eldhúsborðinu í 2 ½ sólarhring.

4.       Vökvanum - Kornsafanum er hellt frá og hann settur á flösku eða í könnu og geymdur í ísskáp.  Hann geymist í u.þ.b. vikur - 10 daga.

5.       Hægt er að nota sömu kornspirurnar 2x í viðbót og er vökvinn í seinni skiptunum látinn standa í 1 ½ sólarhring á eldhúsborðinu.

6.       Þegar hellt er af korninu í fyrsta skiptið er gott að láta nýjan umgang af korni í bleyti til að viðhalda framleiðslunni.

 

Þennan drykk er gott að drekka á fastandi maga.  Einnig er þetta upplagður drykkur ca. ½ klukkustund fyrir  mat til aðhjálpa til við meltinguna.  Eins og fyrr sagði er konsafinn stútfullur af enzymun en þau ku vera leyndamálið á baki við eilífa æsku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Þetta hljómar eins og einhvað frá sollu grænu. verst að maginn á mér er löngu ónýtur.

Georg Eiður Arnarson, 13.3.2007 kl. 20:54

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þú verður að prófa þennan, hlýtur að hressa þig við ;)

Ester Sveinbjarnardóttir, 13.3.2007 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband