Heimaey

Út fyrir úfið Atlandshaf
úrhellis rigning og rok
Heimaey' horfin í kaf
hvirflast upp sandur við fok.

Svona er útsýnið sandinum frá.
Sólin gjarnan í felum.
Hin Eyfellskasveit hulin og grá,
hvinur í grösugum melum.

Í fjarskanum rís fögur eyja
föngulegir menn að spranga.
Árni Johnsen með eyjapeyja
áfjáðir til kosninga ganga.

Ég er fædd og uppalin undir Eyjafjöllum og í tilefni innleggs frá kærum lesanda Georgs Eiðs Arnarsyni, þá kem ég með þetta innleg og vona að hann njóti vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér fyrir heimsóknina á síðuna mína.  Skemmtilegt ljóð hjá þér um Eyjar.  Eigðu góðan dag.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 07:27

2 identicon

Eftir óskum óðinn núYrki eftir pöntun

Árni er maður eins og þú

Enginn sér þar vöntun.

Eygló Markúsdóttir

Eygló Markúsdóttir (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 09:39

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Kærar þakkir fyrir ljóðið þú klikkar ekki.kv,gea.

Georg Eiður Arnarson, 15.2.2007 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband