Tímaspursmál hvenær ljósabekkir verði bannaðir

Ég rakst á þessa Frétt á Vísir.is þar sem haft er eftir Braga Sigurðssyni, formanni læknaráðs Heilsugæslunnar á Akureyri að notkun ljósabekkja valdi húðkrabbameini.
Hefði gjarnan viljað fá að vita meira hvaða rannsóknir þetta eru og þá hverjir geta talist í áhættu hópi vegna ljósabekkjanotkunar.  Stundaði ljósabekki á mínum yngri árum en yngra fólk sækist meira í það að fara í ljós en þeir eldri. 
Einnig myndi mig langa að vita um hvort ljósaböð hefðu svipða virkni á öldrun húðarinnar og sólböðin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ekki er ég með neinar tilvísanir í rannsóknir á reiðum höndum - aftur á móti hefur það legið fyrir í fjölmörg ár, að bein tengsl eru milli ljósabekkjanotkunar og húðkrabba. Jafnframt er langt síðan læknar og heilbrigðisyfirvöld fóru að vara við notkun þeirra. Hins vegar má teljast ósennilegt að þeir verði bannaðir í bráð - þeir sem liggja í ljósabekkjum valda einungis krabbameini hjá sjálfum sér, ef illa fer, öfugt við reykingafólk, sem skaðar aðra með óbeinum reykingum.

Hlynur Þór Magnússon, 10.2.2007 kl. 21:16

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Rétt er það, þá er kanski spurning að settar verði upp merkingar til varnar eins og gert er á síkarettupökkunum.  En auðvitað er það nokkur þverstæða að þeir aðila sem eru að gefa sig út fyrir að auka heilbrigði selji aðgang að ljósabekkjum. 

Stundum finnst manni eins og þetta mikla frelsi feli í sér meiri fjötra.

En við erum einmitt að horfa upp á mikinn vanda spilafíkla sem rekja má til spilakassa Háskólans og Rauðakrossinn.  Nöturlegt að fé sem fengið er með þeim hætti skuli svo vera notað til að hjálpa öðrum bástöddum. 

Ester Sveinbjarnardóttir, 10.2.2007 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband